Um mig og síðuna


Comments Off | Síðast uppfært: March 6, 2012

Tara Brynjarsdóttir

Ég heiti Tara Brynjarsdóttir og er 24 ára nemi við Háskóla Íslands á Menntavísindasviði.
Ég stefni á að útskrifast í júní 2015 með B.Ed. gráðu í Grunnskólakennslu með
áherslu á Samfélagsgreinakennslu og Matur, menning og heilsa (heimilisfræði).
Þessi vefsíða er hluti af lokaverkefninu mínu og er sett upp með það í huga að
aðstoða og gefa foreldrum og nemendum hugmyndir að því hvað er hægt að
taka í nesti fyrir skólann. Hugmyndirnar sem settar eru upp á þessari vefsíðu eru
hollar, næringarríkar og fylgja ráðleggingum um matarræði sem Embætti landlæknis
gefur út.

Ég vona að vefsíðan verði gagnlegt hjálpartæki og muni koma sem flestum
foreldrum og nemendum að gagni og auki þannig fjölbreytileikann og
hollustuna þegar kemur að nestisvali.

 

Verkefnið er 10 ECTS lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2015.

Hér má svo sjá verkefnið:  Verkefnið