Bollur

2015-03-15
 • Gefur: 8 -10 bollur
 • Undirbúningstími: 20m
 • Eldunartími: 15m
 • Tilbúið á: 35m

Innihald

1½ dl heitt vatn
1½ dl mjólk
15 g þurrger
¾ dl olía
1 msk sykur
1 tsk salt
250 g hveiti
150 g heilhveiti
1 egg

Aðferð

Skref 1

Hellið vatninu og mjólkinni saman í skál.

Skref 2

Blandið þurrgerinu, sykrinum og olíunni saman við, látið blönduna standa í nokkrar mínútur.

Skref 3

Blandið hveiti og heilhveiti saman við.

Skref 4

Hnoðið deigið, skipti því í tvo hluta, rúllið þeim upp í lengjur, skiptið lengjunum í 8 - 10 hluta og búið til bollur.

Skref 5

Sláið saman egg og penslið bollurnar.

Skref 6

Setjið bollurnar í kaldan ofninn og stillið á 220 °C og bakið í 10-15 mínútur.

Hugmynd fengin af :
www.birnumatur.blogspot.com

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-10

  Hrökkbrauð

 • mynd-4

  Skinkuhorn

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-13

  Hafrakökur með rúsínum