Gróf hamborgarabrauð með kjúklingaskinku

2015-03-15
 • Hentar fyrir: 1
 • Undirbúningstími: 15m
 • Eldunartími: 0m
 • Tilbúið á: 15m

Innihald

1 gróft hamborgarbrauð
1 tsk smjör
1 kjúklingaskinku sneið
2 ostsneiðar
½ lárpera (avocado)
Sítrónu eða limesafi
4 gúrkusneiðar

Aðferð

Skref 1

Opnið hamborgabrauðin og smyrjið með smjöri.

Skref 2

Leggið kjúklingaskinkuna og ostinn á annan helming brauðsins.

Skref 3

Hreinsið lárperu og skerið í sneiðar. Setjið örlítið af sítrónu- eða limesafa yfir lárperusneiðarnar til að koma í veg fyrir að lárperan verði brún.

Skref 4

Leggið gúrkusneiðarnar og niðurskornu lárperuna á brauðið og lokið.

Hugmynd fengin úr:
Einkasafni

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-10

  Hrökkbrauð

 • mynd-4

  Skinkuhorn

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-11

  Bollur