Hrökkbrauð

2015-03-15
 • Gefur: 2 bökunarplötur
 • Undirbúningstími: 15m
 • Eldunartími: 20m
 • Tilbúið á: 35m

Innihald

1 dl sesamfræ
1 dl graskersfræ
1 dl hörfræ
1 dl sólblómafræ
1 dl gróft haframjöl
3½ dl heilhveiti
1¼ dl olía
2 dl vatn

1 ¼ tsk salt
2 dl rifinn ostur

Aðferð

Skref 1

Setjið fræin, haframjölið og heilhveitið í skál og hrærið vel saman.

Skref 2

Blandið olíunni og vatninu og vel saman við.

Skref 3

Fletjið deigið þunnt út á bökunarpappír. Hafið bökunarpappír undir og yfir deiginu á meðan það er flatt út svo það festist ekki við kökukeflið.

Skref 4

Stráið saltinu og rifna ostinum yfir deigið.

Skref 5

Skerið deigið í litla ferninga áður en það er bakað.

Skref 6

Bakið við 200 °C í 15-20 mínútur.

Hugmynd fengin úr:
103 uppáhalds uppskriftir starfsfólks Sæmundarskóla.

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-4

  Skinkuhorn

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-11

  Bollur

 • mynd-13

  Hafrakökur með rúsínum