Orkustykki með möndlum og trönuberjum

2015-03-15
 • Gefur: 10 stk
 • Undirbúningstími: 20m
 • Eldunartími: 20m
 • Tilbúið á: 40m

Innihald

2 dl möndlur
2 dl valhnetur
2 dl haframjöl
2 dl þurrkuð trönuber
2 msk sesamfræ
¾ dl hunang
3 msk kókosolía
½ tsk salt
¼ tsk vanilludropar
¼ tsk möndludropar
¼ kanill

Aðferð

Skref 1

Setjið helminginn af möndlunum, valhnetunum og haframjölinu í matvinnsluvél, fínmalið blönduna.

Skref 2

Saxið hinn helminginn af möndlunum og valhnetunum og blandið öllu saman í skál. Setjið fínmöluðu blönduna einnig í skál.

Skref 3

Setjið restina af haframjölinu, trönuberjunum og sesamfræjunum útí skálina og blandið vel saman.

Skref 4

Setjið hunangið, kókosolíuna, saltið, kanilinn, vanilludropana og möndludropana í pott og sjóðið við meðalhita þar til blandan bráðnar og byrjaðar að freyða.

Skref 5

Hellið vökvablöndunni yfir fræin og blandið öllu vel saman.

Skref 6

Setjið blönduna í plastfilmuklætt form, þrýstið öllu vel saman og frystið þar til blandan hefur harnað.

Skref 7

Skerið stykkin niður í hæfilega stærð og pakkið inn í plasfilmu.

Skref 8

Geymið í kæli eða frysti.

Hugmynd fengin af:
www.gulurraudurgraennogsalt.com

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-1-29

  Banana pönnukökur

 • mynd-1-38

  Orkustangir

 • mynd-7

  Fræblanda með rúsínum

 • mynd-12

  Túnfisksalat

 • mynd-8

  Soðin egg