Pizzasnúðar

2015-03-15
 • Gefur: 30 - 40 stk
 • Undirbúningstími: 1:10 h
 • Eldunartími: 15m
 • Tilbúið á: 1:25 h

Innihald

250 ml volgt vatn
15 g þurrger (eitt bréf)
1 msk olía
1 tsk salt
250 g hveiti
250 g heilhveiti

250 g skinka
200 g ostur
pizzasósa
Oreganó (val)

Aðferð

Skref 1

Blandið vatninu og þurrgerinu saman í skál.

Skref 2

Bætið olíunni og saltinu saman við.

Skref 3

Blandið báðum hveititegundunum út í, hrærið og hnoðið vel saman og leyfið deiginu að hefast í rúmlega 30 mínútur í skálinni.

Skref 4

Skerið skinkuna í litla bita og rífið ostinn niður á rifjárni.

Skref 5

Fletjið deigið út í ferhyrning.

Skref 6

Smyrjið pizzasósunni á deigið og kryddið með oregnóinu.

Skref 7

Dreifið skinkunni og ostinum yfir deigið.

Skref 8

Rúllið deiginu upp og skerið í sirka 1 - 2 cm stóra bita og penslið með vatni.

Skref 9

Bakið við 200 °C í 10-15 mínútur.

Hugmynd fengin af:
www.grunnskoli.fjallabyggd.is

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-10

  Hrökkbrauð

 • mynd-4

  Skinkuhorn

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-11

  Bollur