Skinkuhorn

2015-03-15
 • Gefur: 40 - 50 horn eftir stærð
 • Undirbúningstími: 1:50 h
 • Eldunartími: 15m
 • Tilbúið á: 2:05 h

Innihald

5 dl mjólk
100 g smjör

15 g þurrger
60 g sykur
½ tsk salt
900 g hveiti
250 g skinkumyrja
1 egg
birkifræ / sesamfræ

Aðferð

Skref 1

Hitið mjólkina og smjörið við vægan hita og hellið í skál

Skref 2

Bætið þurrgerinu, sykrinum og saltinu útí skálina og hrærið.

Skref 3

Bætið síðan hveitinu saman við og hrærið saman.

Skref 4

Látið deigið hefast í tæpar 30 mínútur á hlýjum stað.

Skref 5

Hnoðið deigið og skiptið því í fimm hluta.

Skref 6

Fletjið hvern þeirra út í kringlótta köku og skerið hana í sex hluta.

Skref 7

Setjið skinkumyrju á breiða endann á hverjum geira og rúllið deiginu upp, frá breiðari endanum.

Skref 8

Látið hornin lyfta sér undir klút í 30 mínútur

Skref 9

Sláið eggið saman.

Skref 10

Penslið hornin með egginu og stráið fræjunum yfir.

Skref 11

Bakið við 200 °C í 15-20 mínútur.

Hugmynd fengin úr:
Ostalyst

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-10

  Hrökkbrauð

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-11

  Bollur

 • mynd-13

  Hafrakökur með rúsínum