Túnfisksalat

2015-03-15
 • Gefur: 1 skál
 • Undirbúningstími: 20m
 • Eldunartími: 0m
 • Tilbúið á: 20m

Innihald

1 dós túnfiskur í vatni
1 lítil dós kotasæla
½ dós 5% sýrður rjómi
3 soðin egg
¼ rauðlaukur
¼ gúrka
½ tsk pipar
½ tsk salt

Aðferð

Skref 1

Hellið vatninu af túnfiskinum og blandið vel saman við kotasæluna og sýrða rjómann.

Skref 2

Skerið eggin niður smátt ( langsum og þversum í eggjaskera) og blandið þeim út í túnfisk blönduna.

Skref 3

Saxið laukinn og gúrkuna mjög smátt og blandið saman við blönduna ásamt salti og pipar.

Skref 4

Geymið í kæli.

Hugmynd fengin úr:
Einkasafni

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-1-29

  Banana pönnukökur

 • mynd-1-38

  Orkustangir

 • mynd-7

  Fræblanda með rúsínum

 • mynd-1-40

  Orkustykki með möndlum og trönuberjum

 • mynd-8

  Soðin egg