Vöfflur með skinku og osti

2015-03-15
 • Gefur: 18 - 22 stk
 • Undirbúningstími: 20m
 • Eldunartími: 2m
 • Tilbúið á: 22m

Innihald

220 g hveiti
1 msk sykur
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
3 egg
200 g smjör
225 ml ab-mjólk
200 ml sódavatn

250 skinka
200 g ostur

Aðferð

Skref 1

Aðskiljið eggjahvíturnar frá eggjarauðunum. Stífþeytið síðan eggjahvíturnar og geymið.

Skref 2

Setjið hveiti, sykur, lyftiduft, matarsóda og salt saman í skál og blandið saman.

Skref 3

Bræðið smjörið á lágum hita og kælið það örlítið.

Skref 4

Bætið eggjarauðunum, ab-mjólkinni og sódavatninu útí og blandið saman.

Skref 5

Hellið blöndunni útí þurrefnin í nokkrum skömmtum og hrærið þangað til að deigið er orðið kekkjalaust.

Skref 6

Blandið stífþeyttu eggjahvítunum saman við degið.

Skref 7

Skerið skinkuna niður í litla bita og rífið ostinn á rifjárni.

Skref 8

Hellið sirka 100 ml af deiginu á vöfflujárnið, takið síðan smá skinku og ost og stráið yfir.

Skref 9

Bakið þangað til vöfflurnar eru orðnar ljósbrúnar.

Hugmynd fengin af:
www.astaogpetur.wordpress.com

Tegund uppskriftar:
Tengdar uppskriftir:
 • mynd-10

  Hrökkbrauð

 • mynd-4

  Skinkuhorn

 • mynd-1-2

  Vefja með skinku og pítusósu

 • mynd-2

  Beygla með paprikusmurosti

 • mynd-11

  Bollur